Fjárhildur er fagmaður
Fjárhildur er bókhaldsþjónusta sem sérhæfir sig í alhliða bókhaldi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við leggjum áherslu á fagmennsku, nákvæmni og persónulega þjónustu sem aðlagast þörfum hvers viðskiptavinar. Hvort sem um er að ræða daglegt bókhald, launavinnslu, ársreikninga eða ráðgjöf, er Fjárhildur til staðar með lausnir sem skapa yfirsýn og öryggi í fjármálum rekstursins.
Fjárhildur hugsar vel um þig
Við bjóðum upp á alhliða bókhaldsþjónustu fyrir lítil og meðalstór félög og einstaklinga. Kynntu þér þjónustu okkar hér neðar á síðunni.
Fjárhildur veitir alla almenna bókhaldsþjónustu
Almennt bókhald
Virðisauka-skattskýrslur VSK
Launavinnsla
Skattskýrslur einstaklinga
Ársreikningar og skattskýrslur lögaðila
Stofnun lögaðila
Fjárhildur getur gert þér tilboð í stærri og minni verkefni. Hafðu samband til að sjá hvaða lausnir við getum boðið þér.
-
Júlía Helgadóttir
Stofnandi
jh[at]fjarhildur.is
Júlía er viðurkenndur bókari með meistaragráðu í verkefnastjórnun og sérhæfingu í fjármálastjórnun.
Júlía er með þekkingu á rekstri fyrirtækja, launavinnslu, reikningshaldi, virðisaukaskattsskýrslugerð og almennu bókhaldi. Hún er einnig með meistaragráðu í verkefnastjórnun og hefur áralanga reynslu af fjármálastjórnun. Hún hefur unnið með fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum og veit hversu mikilvægt er að hafa traust og fagmannlegt bókhald sem styður við vöxt og rekstur. -
Þórða Berg Óskarsdóttir
Framkvæmdastjóri
tbo[at]fjarhildur.is
Þórða er með bachelor gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í verkefnastjórnun. Einnig býr hún yfir víðtækri reynslu á sviði fjármála og bókhalds.
Þórða er með reynslu sem nær yfir áratugastarf í bankageiranum, með áherslu á fjölbreytt fjármála- og lánamál, sem og vinnu við almennt bókhald og rekstrartengd verkefni. Hún hefur reynslu af kennslu í stærðfræði frá Háskóla Reykjavíkur. Hún hefur djúpan skilning á tölulegri greiningu og gagnavinnslu sem er hluti af daglegu starfi. Þessi innsýn, ásamt hæfni tl að greina stöðu, skipuleggja og finna hnitmiðaðar lausnir, nýtist viðskiptavinum sem vilja byggja upp traustan og árangursríkan rekstur.